Verkfallið – vantar 30 þús. tonn

LS hefur tekið saman afla á fyrstu 5 mánuðum fiskveiðiársins – september – janúar og borið saman við það sem veiddist á sama tíma í fyrra.  Þannig er reynt að meta áhrif verkfallsins á veiðar á eftirtöldum tegundum:  Þorskur, ýsa, steinbítur, ufsi, karfi og grálúða.
Alls vantar 30 þúsund tonn til að afli á yfirstandandi fiskveiðári hafi náð því sem veiddist í fyrra. 

 

September – janúar

 

 

2016/2017

2015/2016

Mismunur

Þorskur

97.537

114.630

-17.093

Ýsa

13.672

18.351

-4.679

Steinbítur

1.042

1.780

-738

Ufsi

11.846

14.566

-2.720

Karfi

15.696

19.427

-3.731

Grálúða

2.710

4.292

-1.582

Samtals

142.503

173.046

-30.543

Í töflunni sem hér fylgir gefur að líta hversu mikið er búið að nýta af útgefnum aflaheimildum fiskiveiðiársins á framangreindum tímabilum.  Tölur í grálúðu og ýsu eru sérstaklega sláandi.

 

2016/2017

2015/2016

Þorskur

42,4%

49,2%

Ýsa

39,1%

51,6%

Steinbítur

11,7%

22,0%

Ufsi

20,5%

24,2%

Karfi

33,4%

37,8%

Grálúða

19,8%

30,2%

Samtals

36,3%

43,0%

Unnið upp úr tölum frá Fiskistofu