Launareiknir sem LS lét útbúa fyrir félagsmenn hefur nú verið endurbættur og gerður auðveldari í notkun. Með notkun hans næst yfir allt sem tilheyrir launaútreikningi á smábát og því sem uppgjöri fylgir.
Að sögn þeirra sem nota hann svarar hann orðið öllum spurningum um uppgjör og rekstur bátsins, sparar þannig tíma, fé og fyrirhöfn. Auk þess gefur hann mjög góða yfirsýn um reksturinn.
Guðjón Ólafsson eigandi Óla Gísla GK 212 er einn þeirra sem notað hafa launareikninn frá upphafi. Guðjón er ánægur með reikninn og hefur þetta um hann að segja:
„Auk þess að reikna laun, verður til skýrsla til bókara, skilagreinar til lífeyrissjóða, RSK skýrsla og síðast en ekki síst heldur launareiknirinn utan um afla og verðmæti.
Ég þakka LS af heilum hug fyrir framtakið og hvet félagsmenn að nýta sér launareikninn, enga óþarfa hræðslu, allir geta sett inn nöfn og tölur, launareiknirinn sér um rest.
Launareiknirinn kostar kr 25 þúsund fyrir félagsmenn og er til afgreiðslu á skrifstofu LS.