Nýverið verðlaunaði Íslenska sjávarútvegssýningin 2017, IceFish17 tvo framúrskarandi einstaklinga sem stunda nám í Fisktækniskóla Íslands. Tveir nemendur skipta með sér einni milljón.
Þeir eru:
Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir frá Sauðárkróki, sem er að sérhæfa sig í gæðastjórnun innan fiskiðnaðarins.
Hallgrímur Jónsson frá Grindavík sem sérhæfir sig í Marelvinnslutækni.
Bæði hafa þau lokið tveggja ára grunnnámi í fisktækni við Fisktækniskóla Íslands.
LS óskar Jóhönnu og Hallgrími til hamingju með viðurkenninguna.