Áhrifa verkfallsins eru nú óðum að koma í ljós. Engum blöðum er um það að fletta að milljarðar hafa tapast í útflutningsverðmætum. Við skoðun talna fyrir nýliðinn janúar er ljóst að útflutningsverðmæti í okkar verðmætustu afurð – ferskum þorski – var aðeins 30% af því sem það var á sama tíma í fyrra. Í janúar sl. skilaði ferskur þorskur 1,3 milljarði en 3,4 milljörðum á sama tíma í fyrra. Magnið nú var aðeins 38% af því sem það var í fyrra.
Í tölum Hagstofunnar sem upplýsingarnar eru unnar upp úr, er ferskum þorski skipt í fjóra flokka. Nú í janúar var vægi hvers í magni þessi:
- roðflett heil flök 48%
- roðflett flök í bitum 38%
- heil flök með roði 9%
- óroðflett flök 4%
Roðflett flök í bitum skilaði mestum verðmætum um 600 milljónum.
Þrjá þjóðir keyptu sinn hvern fjórðunginn af ferskum þorski héðan – Bandaríkin, Belgía og Frakkland.