Grásleppukarlar óánægðir með verð

Grásleppukarlar eru ekki öfundsverðir þessa dagana.  Tveir dagar í vertíð og aðeins tveir af væntanlegum kaupendum búnir að tilkynna hvað þeir hyggjast greiða fyrir grásleppuna.
Verðlækkun
Á vertíðinni 2016 var verð sem greitt var með því lægra sem þekkst hefur.  Eins og nú biðu sjómenn eftir verði og tókst með eftirgangsmunum að knýja það fram.  Vertíðin byrjaði með látum, mokafli víðast hvar.  Kaupendur brugðust við með því að lækka verðið.  Meðalverð á vertíðinni var 155 kr/kg, en þrátt fyrir að hæsta verð á verulegu magni hafi verið 188 kr/kg, greiddu framleiðendur kavíars enga uppbót. 

Gráslepp.jpg

 
Frestun ekki auðveld
Eins og sjá má á töflunni hér að neðan var það ekki þróun verðs á mörkuðum sem knúði fram fjórðungs verðlækkun milli ára, heldur aðstæður sem sjómenn búa við.  Þeir hafa takmarkaðan fjölda daga til að stunda vertíðina og eiga því erfitt með að hnika veiðunum.  Mannahald er ákveðið miðað við ákveðinn upphafsdag.  Að hefja veiðar þegar mest er veiðivon.  Veður og önnur náttúruleg skilyrði.
LS hvatti til að veiðidagar yrðu 26, en ákvörðun ráðherra var 32 dagar.  Með færri dögum var LS að tryggja að framboð yrði ekki umfram eftirspurn þar sem tekið var mið af væntanlegum fjölda leyfa í notkun og veiðihorfum.  Ákvörðun um 32 daga leiddi hins vegar til verðlækkunar til sjómanna sem varð til þess að færri tóku þátt í veiðunum.  Heildarafli vertíðarinnar endaði þar af leiðandi á því magni sem LS hafði áætlað.  Skorturinn skilaði sér hins vegar ekki til sjómanna, eins og eðlilegt er í heilbrigðum áratugalöngum viðskiptum.
Kavíar í hillu.jpg
Skilyrði til verðhækkunar fyrir hendi
Staðan á markaðinum nú er sjómönnum í hag.  Kaupendur lýsa allir miklum áhuga á viðskiptum, en eins og áður sagði eru aðeins tveir búnir að tilkynna upphafsverð á vertíðinni.  Annar þeirra ætlar að greiða 110 kr/kg af heilli grásleppu, en hinn 150 kr/kg.  Báðir hafa tilkynnt að þetta séu byrjunarverð og gæti breyst þegar líður á vertíðina, en þá aðeins til hækkunar.  Það er mat LS að lægra verðið taki í engu mið af aðstæðum á markaði og lýsi einungis metnaðar- og virðingarleysi við sjómenn og markaðinn.
Sjómenn hafa lýst óánægju sinni með verðlækkun og benda á eftirfarandi sem styður þeirra kröfu um hærra verð:
birgðir hjá kaupendum / framleiðendum kavíars eru undir lágmarki 
verð í fyrra var of lágt sem sýndi sig í verðhækkun á kavíar
ekkert liggur fyrir um endanlegan fjölda veiðidaga 
lítið hefur veiðst af grásleppu sem meðafla
veiði þarf að aukast um fimmtung á heimsvísu frá í fyrra til að viðhalda mörkuðum
litlar líkur á að Grænlendingar veiði meira en í fyrra
verðhækkun verður í Grænlandi
 
Auk þessara þátta sem allir eiga að hafa áhrif á að verð hækki er rétt að skoða verðþróun í tölum milli áranna 2015 og 2016.  Taflan sýnir verð í kílóum í krónum og evrum.  
Heil grásleppa:  verð til sjómanna þar sem selt er gegnum fiskmarkað
Söltuð hrogn:  útflutningsverð á hrognum í tunnum – fob
Grásleppukavíar: útflutningsverð á fullunninni vöru – fob

 

2015

2016

breyting

Heil grásleppa

207 kr

155 kr

-25,1%

 

Söltuð hrogn

1,119 kr

938 kr

-16,2%

7,40 €

6,67 €

-9,9%

Grásleppukavíar

1.341 kr

1.327 kr

-1,0%

9,33 €

10,41 €

11,6%


Réttlát reiði
Eins og taflan sýnir hefur verð hækkað á kavíarnum.  Hráefnisverð til framleiðenda hefur hins vegar lækkað.  Reiði grásleppukarla er því eðlileg þegar verð sem boðið er nú eru skýr skilaboð um að nú eigi að höggva í sama knérum og reyna enn á þolrif grásleppukarla.  Gera veiðarnar óarðbærari þar sem sjómaðurinn þiggur ekkert annað en streðið eitt að launum. 
Afleiðing af of lágu verði
Þessi leið hefur komið til framkvæmda í Noregi og Nýfundnalandi með þeim afleiðingum að veiðar hafa nánast ekkert verið stundaðar undanfarin ár vegna þess að verð fyrir hrogn til sjómanna er óviðunandi.  
Svipuð þróun er hafin í Grænlandi – veiðimenn þar hafa í auknum mæli hætt grásleppuveiðum og snúið sér að grálúðu- og þorskveiðum.  Að vísu eru teikn á lofti á þeim bæ, þar sem kaupendur óttast þróunina þegar þeir standa uppi með að fá ekki nægilegt magn til að framleiðslu.  Allt útlit er að verð til sjómanna hækki þar um 25-30% frá því í fyrra.  Með því er verið að freista þess að fá fleiri til að stunda veiðarnar.
Óvissa
Hver þróunin verður hér á landi í ár er erfitt að segja til um.  Ljóst er að veiðarnar standa á ákveðnum þröskuldi.  Margir hafa lýst yfir að þeir vilji doka við með að hefja veiðar og freista þess að knýja þannig á um hækkun.  Fari vertíðin hægt af stað má búast við verðhækkun, en reynist svo ekki verða gæti svo farið að tilkynnt verð hreyfist lítið til hins betra.
70.jpg