Hafrannsóknastofnun heldur á morgun miðvikudaginn 22. mars málstofu um útbreiðslu makríls. Þar mun Anna Heiða Ólafsdóttir sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun flytja erindi sem nefnist:
Útbreiðsla makrils á Norðaustur-Atlantshafi frá 1997 til 2016.
Málstofan hefst kl 12:30. Fyrir áhugasama sem ekki komast í Sjávarútvegshúsið verður hægt að fylgjast með gegnum YouTube á síðu Hafrannsóknastofnunar.
Í fyrirlestri Önnu kemur m.a. fram að síðastliðinn áratug hefur útbreiðslusvæði makríls, að sumarlagi í NA-Atlantshafi, tvöfaldast. Frá því að vera takmarkað við Noregshaf í að ná til austurstrandar Grænlands. Hvers vegna? Um það eru margar tilgátur – t.d. stækkun makrílsstofnsins og hækkun á hitastigi sjávar.
Málstofa Hafrannsóknastofnunar er öllum opin og aðgangur ókeypis.