Grásleppuhrogn á Grænlandi hækka um 27,5%

KNAPK og Royal Greenland hafa að undanförnu fundað um verð á grásleppuhrognum sem verkuð verða á komandi vertíð.  Aðilar hafa nú undirritað samkomulag sem skuldbindur RG til að greiða að lágmarki 27,5% hærra verð en greitt var á síðasta ári.
KNAPK.png
Verðhækkunin kemur ekki á óvart þar sem grásleppuveiðimönnum fækkaði mikið milli áranna 2015 og 2016 sem einkum var rakin til verðlækkana.  Með hækkuninni er þess freistað að snúa þessari þróun við.
Vertíðin 2016 á Grænlandi skilaði 5.730 tunnum, en áætlanir gerðu ráð fyrir 9.000 tunnum.
Grásleppuveiðar á Grænlandi hefjast 1. apríl.