Drangey styður strandveiðifrumvarpið

Þann 22. mars sl. mælti Gunnar I. Guðmundsson alþingismaður (P) fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (strandveiðar).   Að lokinni 1. umræðu var frumvarpinu vísað til atvinnuveganefndar þar sem það er nú til meðferðar.
Drangey.jpg
Stjórn Drangeyjar, Smábátafélag Skagafjarðar fjallaði um frumvarpið sl. laugardag 25. mars.  Stjórnin samþykkti að styðja frumvarpið af fullum þunga, eins og segir í bréfi formanns Drangeyjar, Steinars Skarphéðinssonar.
Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að verulega verði aukið við aflaheimildir til strandveiða, þær verði heimilt að stunda 50 daga á 8 mánaða tímabili mars – október og greiða skuli sérstakt veiðigjald að fjárhæð 10 kr á hvert þorskígildiskíló.