Strandveiðar – bæjarráð Hornafjarðar styður fjölgun daga

Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar sem haldinn var þann 18. apríl var eftirfarandi samþykkt:
„Bæjarráð telur að hugmyndir sem fram koma í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 með síðari breytingum (strandveiðar) um fjölgun sóknardaga séu jákvæðar og til þess fallnar að draga úr sjósókn í válegum veðrum og auka þar með öryggi sjófarenda. Strandveiðar eru atvinnuvegur sem fastur er í sessi í sveitarfélaginu og eykur fjölbreytni atvinnulífsins. Því styður bæjarráð jákvæðar breytingar sem kunna að vera gerðar á kerfinu.


Strandveiðisjómenn í Hrollaugi 1 (1).jpg