Styttist í að strandveiðar hefjist

Þriðjudaginn 2. maí er fyrsti dagur strandveiða 2017.  Unnið er að kappi að gera allt klárt fyrir veiðarnar.  Umsókn um strandveiðileyfi fer fram í gegnum Ugga upplýsingavef Fiskistofu.
Á vef Fiskistofu eru allar nánari upplýsingar um skilyrði umsókna og annað sem viðkemur strandveiðum.
Vakin er sérstök athygli á að sé ætlunin að hefja strandveiðar 2. maí þarf að sækja um veiðileyfi fyrir kl 15:00 á morgun – föstudaginn 28. apríl og greiða greiðsluseðil fyrir leyfið í heimabanka samdægurs fyrir kl kl 21:00.   
Hilmar F. Thorarensen á Hönnu á Gjögri er tilbúinn að hefja strandveiðar 2. maí.
IMG_3635.jpg