Fiskverðið ígildi hamfara

Smábátaeigendur eru þessa dagana rasandi yfir lágu fiskverði.  Í dag 10. maí var meðalverð á mörkuðum fyrir óslægðan þorsk 192 kr/kg.  Á bakvið þau viðskipti liggja 77 tonn, þar af 40 tonn veitt á handfæri.  Sama dag í fyrra voru sambærilegar tölur:  236 kr/kg, 264 tonn og 173 tonn.
Taka má undir orð Ólafs Hallgrímssonar formanns Félags smábátaeigenda á Austurlandi og stjórnarmanns í LS, „fiskverðið nú er ígildi hamfara.  Hvað er eiginlega að? spyr Ólafur.   
Taflan sem hér fylgir sýnir meðalverð á óslægðum þorski sl. 6 ár, fyrstu 10 dagana í maí.  Athygli vekur að kílóverðið nú er 101 kr lægra en það var 2012.  Það þarf því að veiða 15,3 tonn í dag til að fá sama aflaverðmæti og 10 tonn gáfu fyrir sex árum.
Screen Shot 2017-05-10 at 20.51.02.jpg
Nánar verður fjallað um fiskverðið á næstu dögum.