Milljarða samdráttur í ferskum þorskafurðum

Að undanförnu hafa miklar umræður spunnist um fiskverð.  Óánægju og nokkurrar tortryggni hefur gætt um hvort tölurnar sýni það sem er að gerast á erlendum mörkuðum fyrir þorsk.
Við skoðun og sundurgreiningu á tölum Hagstofunnar um útflutningsverðmæti ferskra þorskafurða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er þróunin því miður keimlík.  Útflutningur hefur minnkað verulega og verð lækkað.
Útflutningsverðmæti dregist saman um rúma 3,6 milljarða og rúm 2,2 þúsund tonn vantar upp á magnið sem selt var á sama tímabili í fyrra.  
Í töflunni sem hér er birt eru bornir saman fyrstu ársfjórðungar 2016 og 2017.  Útflutt magn, verðmæti og meðalverð í krónum, EUR, USD og GBP.  Við útreikning er notað meðaltal á kaupgengi gjaldmiðlanna á tímabilinu.

Janúar – mars

Útflutningur

2016

2017

Br. milli ára

Magn

6.193
tonn

3.945
tonn

– 36%

Verðmæti

8,1
milljarðar

4,4
milljarðar

– 45%

Meðalverð

1.302
kr/kg

1.123
kr/kg

– 13,8%

Evrópa

EUR     9,4
/  
1.331 kr

EUR    9,3 / 1.099 kr

 EUR  -1,8% / -17,4%

Bandaríkin

USD    10,7 / 1.371 kr

USD  11,0 / 1.229 kr

 USD   3,0%
/
-10,4%

Bretland

GBP     6,3
1.147 kr

GBP   7,7 / 

1.059 kr

 GBP    23% /  
-7,6%

 


Til samanburðar er tafla sem sýnir meðalverð á fiskmörkuðum af óslægðum þorski yfir sama tímabil: 

Janúar – mars

2016

2017

Br. milli ára

Verð / kg

275 kr

244 kr

-11% lækkun

Magn

7.583 tonn

10.743 tonn

42% aukning

Eins og sjá má speglar lækkun á óslægðum þorski á fiskmörkuðum það sem var að gerast í útflutningnum á fyrstu þremur mánuðum ársins.  Því miður hefur verð þar haldið áfram að lækka.