Eitt af fjölmörgum málum sem Alþingi hefur til meðferðar þessa dagana er frumvarp til laga um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu (eftirlit með vigtunarleyfishöfum).
Atvinnuveganefnd Alþingis fjallar um frumvarpið í dag og er vonandi að nefndin afgreiði það til 2. umræðu. LS hefur veitt umsögn og hvatt til þess að málið verði afgreitt sem lög eins fljótt og auðið er.
Í umsögn LS segir m.a.
„Sú leið sem nú er lögð til er að mati LS einföld en að sama skapi skilvirk og hittir þá fyrir sem notið hafa ívilnunar með vigtun á undanförnum árum. Það er einnig mat félagsins að af öllum þeim tillögum sem hingað til hafa komið fram til að koma í veg fyrir þjófnað með rangri vigtun sé þessi sú besta til að ráðast að þessari meinsemd.