Hitamælar í hvern bát

MATÍS og LS hafa verið í samstarfi undanfarin ár um að auka gæði afla smábáta. LS lagði til í ár að hitamælar yrðu sendir öllum smábátaeigendum í útgerð og MATÍS hannaði bækling um aflameðferð sem fylgdi með í sendingu sem allir ættu nú að vera búnir að fá í hendur.
Screen Shot 2017-06-28 at 15.11.27.png
Tilgangurinn er að gera sjómenn enn meira meðvitaðri um gildi þess að ganga vel um aflann. Kæla eins fljótt og hægt er.  
Í bæklingi sem fylgdi með er einnig farið í gegnum blóðgun og fleiri atriði sem áhrif hafa á aflameðferð.
Undanfarin ár hafa fiskkaupendur verið á einu máli um að gæði aflans hjá smábátaeigendum eru alltaf að aukast og er sendingin nú liður í því að gera enn betur. 
Smábátaeigendur hafa af fjölmörgum ástæðum einstök tækifæri til að afla sér sérstöðu á mörkuðum með afurðir sínar. Með því að vekja athygli á bættri meðferð afla, er sérstaklega verið að vinna með þann möguleika að auka gæði með kælingu, ekki síst vegna hins stutta tíma frá veiðum til vinnslu, sem er eitt af einkennum smábátaútgerðarinnar. 
Með gjöfinni er því beint til smábátaeigenda, að þeir óski eftir því að fiskmarkaðir sem landað er hjá, skrái hitastig aflans við uppboð. 
Í sívaxandi samkeppni á mörkuðum og aukinni neytendavitund eru tækifæri smábátaútgerðar-innar augljós. Ferskleiki hráefnisins, umhverfisáhrif veiðanna og sú ímynd sem smábátaveiðar hafa hjá neytendum bera þar hæst, en til að nýta þessi samkeppnisforskot sem skyldi þarf að tryggja hámarks vörugæði. 
logo_LSx á vef.jpg

Matís.jpg