Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að bæta við veiðiheimildir til strandveiða. Í reglugerð sem send hefur verið til birtingar í Stjórnartíðindum er aflaviðmiðun hækkuð um 560 tonn.
Þegar staðan var tekin eftir gærdaginn er ljóst að með breytingunni fjölgar veiðidögum að öllum líkindum um 2 á hverju veiðisvæði. Myndirnar hér að neðan sýna hvaða áhrif breytingin hefur.
Staðan eftir 3 veiðidaga í ágúst
Staðan eftir 3 veiðidaga í ágúst eftir að reglugerð
um aukinn afla til strandveiða hefur tekið gildi.
Miðað við veiði á þeim þrem dögum sem liðnir eru af ágúst má gera ráð fyrir að á svæði A séu nú eftir 4 veiðidagar, 6 á svæði B, 5 dagar á C og á D svæðinu ætti viðmiðunin að fara langt með að nægja út mánuðinn.
Ákvörðun ráðherra er fagnaðarefni og sýnir skilning hennar á mikilvægi strandveiða.