Veiðigjald – kjarkleysi kostar milljarða

Veiðigjald

Kjarkleysi kostar milljarða
er yfirskrift eftirfarandi greinar eftir Þórð Birgisson
Til hvers að skipa allar þessar nefndir, og af hverju þurfa þær að starfa, eða nei þær reyndar starfa ekki, af hverju þurfa þær að lifa svona lengi?  Tökum sem dæmi nefnd sem fjalla á um veiðigjöld. Hvað í ósköpunum er hún að gera? Það er væri hægt að afgreiða þessi veiðigjöld á einum fundi.
 
A- veiðigjald er % af aflaverðmæti. 

B- kvótahafar borgi veiðigjald, ekki leiguliðar.
 
C- fiskvinnslan borgar sín veriðigjöld sjálf. 
Hottintotti segir 10% vera 20%

Það er ALGJÖRT GLAPRÆÐI, hvernig menn finna út veiðigjöld. Einhverjum datt það í hug að finna út hver hagnaður útgerðarinnar væri, segjum 10%.  Sama hottintotta datt svo í hug að skoða hagnað fiskvinnslunnar og fékk líka 10%, þá fékk hann það út að hagnaður sjávarútvegsins væri 20% og best væri að útgerðin borgaði það allt.
 
Ég reyndar stór efast um að það standist stjórnarská að láta menn og fyrirtæki borga skatt og gjöld fyrir aðra. 
Þórður Birgisson.jpg
Veiðigjald óháð aflaverðmæti

Annað dæmi af vinnu hottintotta.  Þeir fundu það út að best væri að innheimta þetta sem krónutölu af lönduðum afla, og þá skipti engu máli hvort viðkomandi fengi úthlutuðum kvóta eða ekki. Veiðigjöld voru jú hugsuð sem tekjur fyrir þjóðarbúið fyrir að fá úthlutað kvóta. Hét fyrst auðlindagjald ef ég man rétt. 
Gallinn við að hafa þetta sem fasta krónutölu er að þú getur lent í því að veiðigjöldin verða hærri en aflaverðmætið, ólíklegt, en hefur samt gerst þetta árið þegar margar sölur á fiskmarkaði fara á svokallaða núll sölu, það er aflinn selst ekki. 
Ráðherravalsnefnd er lausnin

En aftur að nefndunum.  Eina nefndin sem virkilega er þörf á er ráðherravalsnefnd sem hefði það starf að velja ráðherra sem eru með bein í nefinu.   Þora að taka ákvarðanir en láta ekki einhverja BJARNABÓFA stjórna öllu eins og raunin er í atvinnuvegaráðuneytinu. Ráðherra gerir ekkert annað en að skipa í nefndir og neitar að taka ákvörðun af því að nefndin er ekki búinn að skila sínu. Ég spyr nú bara til hvers í hel…… erum við með ráðherra ef þeir geta ekki tekið af skarið og gert það sem þarf að laga. Ráðherra á að sjá til þess að vélin gangi smurt. Það er ekki þjóðarhagur að útgerðir allt í kringum landið hálf lamist eftir 1. september vegna stórhækkunar veiðigjalda. 
Screen Shot 2017-08-31 at 10.03.28.png
Eina sem ráðherra hefur sagt er að menn áttu að vita þetta og leggja til hliðar. Það hefði verið hægt að segja fyrir hrun, en ekki í dag. Átti ég að vita það 2015 hvað ég mundi veiða mikið árið 2018?  Þarna kemur berlega í ljós hvað þetta er arfa vitlaus aðferð við að innheimta veiðigjöld. 
Skattur á leigjendur

Einföldum þetta aðeins svo fólk sem ekki vinnur við þetta skilji hvað ég er að segja. Leggjum fastan krónutöluskatt á öll hús, t.d. 1000 krónur á fermetra, óháð því hvað húsið er verðmætt, en í lögum um þennan skatt er sett ákvæði um að þeir sem búa í húsinu eiga að borga, ekki þeir sem eiga húsið. Hvaða rugl er það. 
Ég veit að þetta er mikil einföldun á því hvernig veiðigjöldin eru innheimt en þetta er samt ekkert langt frá lagi.  Útgerðin hjá mér er kvótalaus, leigir allt af þeim sem „eiga kvótann.
Ísland búið að tapa milljörðum
 
Gott dæmi um hvað ráðherrar og stjórnvöld eru hryllilega máttlaus er gjaldtaka á ferðamanninn. Íslendingar eru svo sjálfstæðir, eða meira íslensk stjórnvöld, að þeir þurfa alltaf að reyna að finna upp hjólið.  Á meðan það stendur yfir er ferðabransinn búinn að byggja limmósínur ofan á sín hjól fyrir hagnaðinn af ferðamönnum.  Þarna vantar ráðherra með bein í nefinu til að ákveða og fylgja því eftir sem ákveðið er, en ekki láta grátkóra endalaust stjórnast í sér.  Það mætti halda að Kristján í LÍÚ hefði gefið út námskeið á geisladisk í grátkórslistinni.  Það eru bara allir komnir með þessa tækni. Ísland er búið að tapa milljörðum á milljarða ofan á þessari vangetu stjórnmálamanna. Hver er ábyrgð þeirra gagnvart okkur?  
Ísland hefur ekkert að gera með gelda ráðherra með ákvörðunarfælni.
Hreinsum beðin í sameiningu

Ég legg það til frú Þorgerður að þú kastir af þér nefndaklæðunum.  Girðir þig í brók og ég skal koma með þér út á völlinn í þennan sameiginlega garð okkar.   Þar hefjumst við handa við að reyta burt allt þetta illgresi sem í honum er.  Byrjum á veiðigjöldunum, þau þarf að klára fyrir 1. september og svo tökum við hin beðin á eftir. 
Höfundur er sjómaður,
í stjórn LS og formaður Kletts