Arthur verðlaunaður

Arthur Bogason fyrrverandi formaður og heiðursfélagi Landssambands smábátaeigenda hlaut verðlaun Íslensku sjávaútvegssýningarinnar fyrir framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs.   Verðlaunin voru veitt í hófi sem haldið var í Gerðasafni í Kópavogi fyrr í dag.
verdlaun4.jpg
Það var Guðjón Einarsson fyrrverandi ritstjóri Fiskifrétta sem afhenti verðlaunin.  Í stuttu innleggi um Arthur kom meðal annars eftirfarandi fram:

„Arthur Bogason var aðalhvatamaðurinn að stofnun Landssambands smábátaeigenda fyrir röskum þremur áratugum og formaður þess allt til ársins 2013.  Með tilkomu landssambandsins varð ósamstæður hópur trillukarla að öflugri stétt smábátaeigenda sem sótt hefur réttindi sín af festu og náð miklum árangri fyrir félagsmenn sína. 


Landssamband smábátaeigenda óskar Arthuri Bogasyni til hamingju með verðlaunin.