Á aðalfundi Árborgar sem haldinn var á Eyrarbakka í gær 19. september, var Stefán Hauksson Þorlákshöfn kosinn formaður félagsins. Stefán tekur við af Þorvaldi Garðarssyni sem gegnt hefur formennsku í Árborg frá stofnun félagsins árið 1992 eða í aldarfjórðung.
Þorvaldur gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður. Hann verður þó áfram í stjórn Árborgar þar sem hann mun gegna varaformennsku.
Stefáni er hér með óskað til hamingju með kjörið og allra heilla í starfi sínu sem formaður Árborgar.
Í lok fundar þakkaði Örn Pálsson framkvæmda- stjóri LS Þorvaldi sérstaklega fyrir hans góðu störf. Þorvaldur væri afar sterkur málsvari fyrir smábátaeigendur, rökfastur og kæmi sjónarmiðum sínum öfgalaust til áheyrenda, maður sem hlustað væri á. Alltaf boðinn og búinn að sinna baráttumálum trillukarla.
Örn sagðist vona að þó Þorvaldur yrði ekki lengur formaður Árborgar gætu smábátaeigendur áfram leitað í hans mikla reynlsubanka.
Auk Stefáns skipa stjórn Árborgar eftirtaldir:
Gísli Unnsteinsson Hveragerði
Guðmundur Ingi Guðjónsson Eyrarbakka
Ólafur Ingi Sigurmundsson Selfossi
Þorvaldur Garðarsson Þorlákshöfn
Ályktanir
Aðalfundur Árborgar ályktaði um þau mál sem efst eru á baugi hjá smábátaeigendum.
- Línuívilnun til allra dagróðrabáta undir 30 tonnum, þar sem ívilnun komi aðeins á fyrstu 4.000 þorskígildin.
- Krókaaflamark – aflamark, að ekki verði hróflað við stjórnkerfi fiskveiða með sameiningu króka- og aflamarks. Óheimilt að flytja krókaveiðiheimild yfir í aflamark. Krókaaflamarksbátum verði heimilt að veiða með þorskanetum.
- Veiðigjöld
- Strandveiðar
- Makrílveiðar