„Sjálfbærar fiskveiðar byggja á því að jafnvægi sé á milli félagslegra, hagrænna og umhverfislegra markmiða.
Stjórnmálahagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Elinor Ostrom hélt því fram að eiginlegar áherslur fiskveiðastjórnunarkerfa væru á fólk en ekki fisk.

Erindið verður í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði og hefst kl 12:10 og stendur til kl 13:00.
Smábátaeigendur eru hvattir til að fjölmenna og drekka í sig þann fróðleik sem Catherine hefur fram að færa.
