Spáir áframhaldandi samþjöppun

Í dag var haldinn í Hörpu Sjávarútvegsdagurinn 2017.  Á fundinum fluttu erindi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Jónas Gestur Jónasson löggiltur endurskoðandi, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.
Yfirskrift fundarins var „Högum seglum eftir vindi  þar sem fallað var um afkomu sjávarútvegsins á árinu 2016.  
cq5dam.web.231.231.desktop.jpeg.jpg
Í erindi Jónasar Gests kom m.a. fram að tekjur sjávarútvegsins 2016 voru 249 milljarðar sem er 26 milljörðum lægri en 2015.  Hins vegar jókst hagnaður um 10 milljarða varð 55 milljarða, þá greiddi sjávarútvegurinn einnig meira í tekjuskatt eða 12 milljarða.  Þegar veiðigjaldi og áætluðu tryggingargjaldi er bætt við nemur heildargreiðsla sjávarútvegsins í ríkissjóð 19,1 milljarði.
Jónas Gestur telur skuldir sjávarútvegsins árið 2016 vera 319 milljarða, en þær hafa lækkað um 175 milljarða frá árinu 2009.
Í viðtali við RÚV sagði Jónas m.a.:
Ef tekjurnar lækka ennþá meira árið 2017 eins og allt stefnir í, þá er alveg ljóst að þeir sem eru veikari fyrir munu huga að því að selja og koma sér út úr greininni. Þeir munu ekki geta ráðið við þetta. 
Aðspurður hvernig hann mæti horfurnar?
„Horfurnar eru þannig að það verður örugglega áframhaldandi mikil fjárfesting í greininni og ég held að það verði áfram meiri samþjöppun í greininni.