Veiðigjald lítilla og meðalstórra útgerða

Á nýafstöðnum aðalfundi LS var veiðigjald mikið rætt.  Óánægja áberandi um mikla hækkun milli ára og ótal spurningum velt upp hvað hægt væri að gera.
Fundurinn tók undir samþykkt stjórnar LS frá því í sumar að hafa gjaldið þrepaskipt.  Þeir sem minnstar veiðiheimildir hefðu greiddu lágt hlutfall af fullu gjaldi.  Með auknum heimildum færi hlutfallið hækkandi og hjá þeim sem mest hefðu bæri að greiða álag á fullt gjald.
Aðferðin kæmi sér best fyrir litlar og meðalstórar útgerðir og mundi þannig jafna aðstöðu útgerðarhópa innan stjórnkerfis fiskveiða.