Ferðamenn vilja fara í róður

Á aðalfundi LS 2017 var samþykkt eftirfarandi tillaga sem lýtur að ferðamennsku.
Strandveiðibátum verði heimilt að fá farþegaleyfi samhliða strandveiðileyfi og megi bjóða til sölu ferðir á strandveiðar að uppfylltum öryggiskröfum Samgöngustofu.  Fjöldi farþega í hverjum báti ræðst af stærð báts og öryggisbúnaði.
 
Á banndögum í strandveiðikerfinu og ef einhverra hluta vegna komi til stöðvunar veiða verði strandveiðibátum heimilt að bjóða upp á sjóstangaveiðiferðir og falli þá undir kröfur Fiskistofu um 49 fiska á dag.

Með þessu myndu tækifæri innan strandveiðikerfisins aukast til muna og bátarnir fengju betri nýtingu við atvinnusköpun allt í kringum landið. Kerfið yrði um leið fýsilegra fyrir nýliða.


Í Morgunblaðinu sl laugardag er fjallað um ályktunina og rætt við Vigfús Ásbjörnsson formann Hrollaugs en þaðan er tillagan upprunnin.
Screen Shot 2017-10-30 at 21.33.27.png