900 milljóna afsláttur fellur niður

Eitt af því sem LS lagði áherslu á til lækkunar veiðigjalds var að afsláttur vegna vaxtakostnaðar af lánum sem tekin voru til kvótakaupa yrði framlengdur.  Ekki var orðið við því og nýtur hans því ekki við á yfirstandandi fiskveiðiári. 
 
Upphæð afsláttarins á síðasta fiskveiðiári nam 927 milljónum.   
 
Eins og fram hefur komið er innheimta veiðigjalds af afla í september hafin.  Gjalddagi er 1. nóvember og ef gjaldið er ekki greitt innan 14 daga ber að greiða dráttarvexti í ríkissjóð af því sem gjaldfallið er.
Fjöldi gjaldenda samkvæmt afla í september er 365 og er nettó álagning 935,9 milljónir.  HB Grandi greiðir mest 92,9 milljónir og Samherji er þar skammt á eftir með 92,7 milljónir.
Fiskistofa hefur gefið út lista yfir gjaldendur, sem verður uppfærður mánaðarlega.
Auk þess er á heimasíðu stofunnar margvíslegar aðrar upplýsingar um veiðigjaldið.
Screen Shot 2017-11-09 at 22.05.30.jpg