Engin rækjuveiði og lítið um þorsk

Nýlokið er stofnmælingum Hafrannsóknastofnunar á rækju í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði.  Á báðum stöðum mældist stofninn undir skilgreindum varúðarmörkum.  Af þeim sökum leggur stofnunin til að engar rækjuveiðar verði heimilaðar á yfirstandandi fiskveiðiári.
Samhliða rækjumælingum var litið eftir þorski og ýsu.  Slæmar fréttir af þorskinum nánast ekkert varð vart við hann, en ýsan virðist vera á þokkalegu róli eða svipað og haustið 2016.
Screen Shot 2017-11-16 at 21.37.58.jpg
Myndin sýnir vísitölu þorsks og ýsu í Ísafjarðardjúpi.