Hrollaugur – félag smábátaeigenda á Hornafirði – skorar á stjórnvöld að breyta reglum um strandveiðar þannig að meðafli telji ekki til aflaviðmiðunar.
Á strandveiðum á sl. sumri var þorskur 95% heildarafla kvótabundinna tegunda, alls 9.315 tonn. Alls veiddu strandveiðibátar 9.796 tonna af kvótabundnum tegundum. Meðafli með þorski var því alls 451 tonn. Mestur hluti þessa afla er ufsi – alls 355 tonn.
Í ályktun Hrollaugs er bent á að ufsi í þúsunda tonna vís hafi ekki verið veiddur á undanförnum árum. Félagið fordæmir slíkt og líkir við brottkast á atvinnutækifærum.
„Það er staðreynd að ufsi er vannýtt tegund á Íslandsmiðum og það látið viðgangast af ríkinu ár frá ári sem er í okkar augum alvarlegt brottkast á atvinnutækifærum og verðmætasköpun þjóðarinnar og því ætti allur meðafli þorsks innan strandveiðikerfisins að vera með öllu frjáls því nóg er óveitt af ufsa á hverju ári. Strandveiðikerfið þarf á þessu að halda núna strax.