Skyndilokanir – hugmyndir að breytingum

Þann 24. nóvember 2015 skipaði þáverandi sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, vinnuhóp til að endurskoða regluverk sem gildir um notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði.  Í hópnum eru eftirtaldir:
  • Annas Sigmundsson formaður, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 
  • Erna Jónsdóttir, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 
  • Björn Ævarr Steinarsson,  Hafrannsóknastofnun
  • Þorsteinn Sigurðsson,  Hafrannsóknastofnun
  • Guðmundur Jóhannesson, Fiskistofu
Í erindisbréfi var þess getið að hópurinn ætti að hafa til hliðsjónar nýjustu þekkingu og umsagnir hagsmunaaðila áður en hann tæki ákvörðun um hvort þörf væri að breyta og einfalda lög og reglugerðir tengdum hans starfssviði.
Meðal þess væri eftirfarandi:
      • Kjörhæfni og veiðisvæði fiskibotnvörpu
      • Humarveiðar
      • Dragnót
      • Veiðarfæri sem snerta botn
      • Línu- og krókaveiðar
      • Gildi skyndilokana
      • Uppsjávarveiði
      • Tilraunaveiðar 
      • Áframeldisveiðar
      • Plógveiðar
      • Netaveiðar
Skyndilokanir
Vinnuhópurinn fundaði með LS nýverið þar sem rætt var um skyndilokanir.  Á fundinum kynnti hópurinn hugmyndir að hugsanlegum aðgerðum.   Þær eru eftirtaldar:
  • Hafa svæðin þar sem mest hefur verið um skyndilokanir varanlega / árstíðabundið lokuð.    Unnið í samráði við staðkunnuga
  • Breyta viðmiðunarmörkum
  • Skyndilokanir gildi til lengri tíma og ná yfir stærri svæði.  Tegundabundið?
  • Svæði verði lokuð fyrir tilteknum bátum 
Á fundi með hluta starfshópsins fyrr í dag var unnið áfram með framangreindar hugmyndir. Ákveðið var að hafa náið samráð við svæðisfélög LS og óska eftir tillögum frá þeim.  Í erindi sem félögunum verður sent á næstu dögum verður farið nánar yfir málefnið.
Myndin hér að neðan sýnir skyndilokanir vegna veiða með línu og handfærum á 5 ára tímabili 2013 – 2017 þar sem hlutfall undirmáls var > 60%. 
Screen Shot 2017-12-06 at 16.37.07.jpg