LS hefur sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bréf með athugasemdum við tillögu starfshóps ráðuneytisins um að allar núgildandi stærðar og vélarafls takmarkanir verði felldar úr gildi.
Athygli er vakin á að hér er um grafalvarlegt mál að ræða, nánast um aðför að útgerð smábáta ef af verður.
Í bréfi LS segir m.a.:
„Niðurstaða hópsins eru LS mikil vonbrigði og telur félagið hana vega að framtíð smábátaútgerðar á landinu og veiðirétti þeirra. Hópurinn hefur með tillögu sinni ákveðið að skeyta engu um þær reglur sem í gildi eru og verið einn af hornsteinum að útgerð smábáta. Að skýrar reglur gildi um veiðar á grunnslóð, hvers konar skip geti sótt á hefðbundin veiðisvæði smábáta.Sátt hefur ríkt lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands þar sem haft er til hliðsjónar að stærð báta takmarki sókn þeirra á veiðislóðir fjær landi. Þá er sérstaklega eftir því tekið að hópurinn undanskilur engar veiðar í tillögum sínum. Þar með taldar eru grásleppuveiðar þar sem veiðistjórn hefur ávalt verið í sátt við náttúruna og skilað einstökum árangri.
Sjá bréfið í heild: Frá LS – stærðartakmarkanir.pdf
Meðal tillagna starfshópsins sem komnar eru til framkvæmda er opnun fyrir dragnótveiðum í innanverðum Skagafirði og Eyrarbakkabugt. Eins og sjá má á myndinni er vart hægt að komast nær landi.