Það var Sigurður Kristjánsson á Ósk ÞH sem veiddi fyrstu grásleppu ársins 2018. Sigurður var á þorskveiðum í Skjálfanda og lagði nokkur net í austanverðan flóann.
Að sögn Sigurðar var blessunin afar vel haldin, hrogn komin í hana og sagðist hann ekki hafa séð grásleppu jafn lúsuga og þessi var.
Fram til þess að vertíðin hefst þann 20. mars verður hún væntanlega á þeim slóðum sem Sigurður leggur grásleppunetin. Hann sagðist hafa sagt við hana um leið og hann sleppti henni að hún væri velkomin aftur um borð hjá sér.