Óvissa um áhrif af afturköllun vottunar

Í Fiskifréttum þann 11. janúar er viðtal við Axel Helgason formann LS um afturköllun MSC-vottunar vegna grásleppuveiða.  „Okkar menn eru í mikilli óvissu um hvaða áhrif þetta hefur á þeirra hag segir Axel.
DSCF2311 (1).jpg
Í viðtalinu gagnrýnir Axel vinnubrögð við útreikninga á meðafla og segir þau engan vegin standast skoðun.  
„Vottunin er felld út af þremur tegundum, það er landsel, útsel og teistu.  Þeir byggja þetta á tveimur skýrslum, annarri frá Hafró og hinni frá fuglaverndunarsamtökunum Birdlife International.  Í báðum þessum skýrslum eru gögnin fengin úr fáum veiðiferðum og þau síðan uppreiknuð yfir á allar veiðiferðir flotans með lítið eða ekkert tillit til staðsetninga, tíma eða dýpis. 
Screen Shot 2018-01-16 at 12.37.53.jpg