Fyrr dag áttu formaður og framkvæmdastjóri LS fund með atvinnuveganefnd Alþingis. Þar gafst tækifæri til að kynna sjónarmið LS um veiðigjöld. Áhersla var lögð á að sýna fram á að gjöld á útgerðir smábáta væru ekki í samræmi við afkomu þeirra á árinu 2015.
Hækkun veiðigjalda um síðustu fiskveiðiáramót væru tilkomin vegna mikils hagnaðar stærri skipa sem væri í engum takti við hagnað báta minni en 10 brl. samkvæmt útgefnu efni frá Hagstofu Íslands.
Veiðigjöld leggjast harðar á smábátaeigendur en aðra útgerðarflokka þar sem 89% þorskígilda í krókaaflamarki er þorskur og ýsa. Hækkun milli ára væri rúm hundrað prósent auk þess sem fiskverð nú væri mun lægra en það var árið 2015. Nú væri svo komið að veiðigjöld í báðum tegundunum væru milli níu og tíu prósent af því verði sem fengist fyrir þær á fiskmörkuðum.
LS skoraði á nefndina að gera allt í sínu valdi til að lækka nú þegar veiðigjöld í þorski og ýsu og benti á þrepaskiptingu gjaldsins sem aðferð til þess. Málið þyldi enga bið þar sem margir smábátaeigendur sæu ekki til lands í rekstrinum hjá sér.
Nefndin gerði góðan róm af framsetningu LS sem leiddi af sér spurningar og umræðu.
Hér má sjá glærur sem stuðst var við á fundinum.pdf