Þann 31. janúar sl. kvaddi Sigurður Páll Jónsson (M) sér hljóðs undir dagskrárliðnum störf þingsins. Í ræðu sinni vakti hann athygli á gríðarlegri hækkun á veiðigjaldi. Sigurður Páll sagði margar útgerðir glíma við bráðavanda í rekstri vegna þessa og hafa einhverjir brugðið á það ráð að selja.
„Varla getur það verið ásættanleg afleiðing veiðigjaldanna að samþjöppunin í útgerðinni hafi stóraukist síðan þessi gjaldaflokkur var settur á.