Strandveiðar – eignarhald, útgerðaraðild og lögheimili

Fiskistofa hefur sent frá sér tilkynningu um breytingar á skráningu eignaraðildar, útgerðaraðild og lögheimili.  Í stað þess að halda eigin skrá um atriði sem koma fram í opinberum skrám, verður framvegis eingöngu byggt á skrám hins opinbera.  
Fiskistofa logo.jpg
Líklegt er að breytingin hafi áhrif á útgáfu veiðileyfa til strandveiða.  Fiskistofa mun leita eftir hvort umsækjandi sé skráður eigandi viðkomandi báts í opinberum skrám (fyrirtækjaskrá), sem er forsenda fyrir útgáfu strandveiðileyfis.