Lúðan kom til umræðu á Alþingi í síðustu viku þegar Kristján Þór Júlíusson (D) sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svaraði fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar (M).
Fyrirspurn Sigurðar Páls var eftirfarandi:
1. Hefur stofnstærð hvítlúðu verið rannsökuð frá því að lúðuveiðar voru bannaðar?
2. Hver er ástæða þess að ekki er leyfð löndun á hvítlúðu sem veiðst hefur sem meðafli
við krókaveiðar?
Í svari ráðherra kom m.a. fram að frá 1. janúar 2012 hefur verið í gildi bann við notkun haukalóða við lúðuveiðar. Hann taldi að leiða mætti af því líkur að hækkun á vísitölu lúðu árið 2014 og stöðugri vísitölu sl. 3 ár sé árangur af löndunarbanni á lúðu.
Í gögnum Hafrannsóknastofnunar kemur fram að lífmassavísitla lúðu á sl. 3 árum er þrefalt hærri en hún var árið 2014.