Nú styttist í vorið og margir strandveiðimenn farnir að huga að bátum sínum fyrir vertíðina.Undanfarin ár hefur mikið álag verið á skoðunarstofum síðustu dagana í apríl og erfitt að sinna öllum á stuttum tíma.
LS beinir því til strandveiðimanna að huga tímanlega að skoðunum á bátum sínum og ekki seinna vænna en strax að huga að skoðun á
• björgunarbáti
• slökkvitækjum
• lyfjakistum
• dagsetningum á
neyðarblysum og
björgunargöllum sem skoða
þarf á 5 ára fresti.