Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur svarað fyrirspurn Bjarna Jónssonar (V) um strandveiðar. Bjarni spurði ráðherra tveggja spurninga:
- Hvaða áhrif telur ráðherra að það gæti haft á heildarafla strandveiðibáta að heimila þeim veiðar fjóra daga í viku frá 2. maí til og með 30. ágúst 2018 miðað við að fjöldi strandveiðibáta verði óbreyttur frá árinu 2017?
2. Telur ráðherra að aukin hlutdeild strandveiðibáta í aflaaukningu í þorski muni styrkja
dreifðar byggðir og mun hann beita sér fyrir því?
Í svari ráðherra kemur m.a. fram að afli á árinu 2017 hefði orðið 13.701 tonn í 4 daga kerfi sem er 3.941 tonn meira en strandveiðar skiluðu það ár.