Hrygningarstopp 2018 – hefst 1. apríl

Athygli er vakin á árlegu hrygningarstoppi.  Það hefst 1. apríl, á páskadag, en þá lokast svæði með Suðurströndinni mjótt belti vestur um og norður að Skorarvita.  Veiðisvæði lokast svo eitt af öðru.  Formlega lýkur stoppinu 15. maí þegar opnað verður fyrir veiðar í Húnafirði. 
Screen Shot 2018-03-22 at 13.40.27.png


Tilgangur þessarar veiðistöðvunar er að gefa þorskinum góðan frið við hrygninguna, en með því telja vísindamenn Hafrannsóknastofnunar að auknar líkur séu á enn stærri þorskstofni.
Stærð þrskstofnsins 2017 mældist 1.356 þúsund tonn.  Vöxturinn var 9% milli ára.  
 
Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá 2017 spáir stofnunin því að veiðistofn vaxi áfram og mælist 1.444 þúsund tonn í ár.   
Screen Shot 2018-03-22 at 11.55.03.png
Niðurstaða marsralls – stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum sem nýlega er lokið segir svo til um endanlega stærð stofnsins.  Helstu niðurstöður verða kynntar í apríl.
Hrygningarstoppið nú er það 27. í samfelldri röð þess, en því var fyrst komið á árið 1992.