Krókur – veiðidagar verði ekki færri en 12 dagar í mánuði

Strandveiðifélagið Krókur hefur brugðist við frumvarpi atvinnuveganefndar um strandveiðar.  
Á fundi stjórnar félagsins var ákveðið að skora á Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að tryggja nægjanlegan afla til strandveiða þannig að tryggt verði að veiðidagar verði aldrei færri en 12 í hverjum strandveiðimánuði.
Formaður Króks er Einar Helgason á Patreksfirði.
Löndun Patró strandv. 2013 copy.jpg
Löndun úr strandveiðibátnum Sól BA í Patreksfjarðarhöfn