Elding – strandveiðar raunhæfur kostur fyrir nýliða

Elding, félag smábátaeigenda á Vestfjörðum hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um strandveiðifrumvarpið.   Elding lýsir yfir mikilli ánægjum eð frumvarpi og telur þau 2.000 viðbótartonn til strandveiða muni verða til að veiðarnar verði raunhæfur kostur fyrir nýliða til að hefja útgerð smábáta.
Umsögn Eldingar er eftirfarandi:
„Elding, félag smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum lýsir yfir mikilli ánægju með framkomið frumvarp um strandveiðar.
Með þessum breytingum og þessum 2.000 viðbótartonnum er það orðinn raun-hæfur kostur fyrir nýliða að hefja útgerð smábát í strandveiðikerfinu.
Það er ekki síst að geta valið sína 12 daga að öryggi trillukarla stóreykst, á sama hátt verður það ekki tvöfalt tjón ef að upp kemur bilun í bátnum á föstu dögunum.
Það er mikið rekstraröryggi í því að geta gengið að öruggum 48 dögum yfir sumarið, þar sem að það eru litlar líkur á skerðingum eftir viðbótina og að eigendaákvæðinu verði framfylgt

Verð á mörkuðum mun verða stöðugra (dæmi er um línubáta sem ekki róa fyrstu dagana í hverjum strandveiðimánuði undanfarin ár)

Ufsaákvæðið gengur þó ekki upp, verð á ufsa eins og öðrum fiski hefur lækkað mikið.  Það má gera ráð fyrir að verðið á mörkuðum verði 50 – 60 kr/kg.  Það þýðir að sjómaðurinn fær 10 – 12 kr/kg.  Löndunar, sölu og ískostnaður er á bilinu 8 – 9 kr/kg.
Eina raunhæfa ráðið varðandi ufsa er að hafa hann utan kvóta.  Það er ekki tekin nein áhætta varðandi stofninn því mikið hefur brunnið inni undanfarin ár. 
F.h. Eldingar
Ketill Elíasson formaður