Fylgst verður með framvindu grásleppuveiða

Fyrr í dag funduðu forsvarsmenn LS með fulltrúum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um fjölda veiðidaga á grásleppu á yfirstandandi vertíð.  
Eins og fram hefur komið var skoðanamunur á afstöðu aðila, LS hefur óskað eftir að veiðidagar verði 40, en með reglugerð ákvað ráðherra að fjöldi daga sem hver bátur mætti stunda veiðar yrði 32.  Á fundinum skiptust aðilar á upplýsingum og voru sammála um fjöldi daga ætti að miðast við að afrakstur vertíðarinnar yrði sem næst ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, færi ekki umfram hana.
Aðilar voru sammála um að fylgjast með framvindu veiðanna og hittast að viku liðinni þar sem ákveðið verður hver endanlegur fjöldi daga verður á vertíðinni.