Raunávöxtun hjá Gildi lífeyrissjóði 5,8%

Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs verður haldinn í dag fimmtudaginn 12. apríl á Grand Hótel í Reykjavík.  Fundurinn hefst kl 17:00.
Gildi logo.png
Ávöxtun síðasta árs telst góð, 5,8% raunávöxtun sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2016 þegar hún var neikvæð um 0,9%.  Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris var um áramót 517 milljarðar og hafði aukist um 45,3 milljarða milli ára.
Fulltrúar LS í fulltrúaráði Gildis eru Axel Helgason formaður og Örn Pálsson framkvæmdastjóri.  Örn hefur sent inn tvær tillögur sem verða teknar fyrir á fundinum.   
  
1. Að fulltrúar Gildis í stjórnum Haga, N1 og Eimskipa beiti sé fyrir að samanlögð árslaun og 
        hlunnindi forstjóra þessara fyrirtækja fari ekki umfram 48 milljónir.
2. Að stjórn Gildis óski nú þegar eftir viðræðum við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 
        Lífeyrissjóð verslunarmanna og Birtu lífeyrissjóð um stofnun sameiginlegs stýrihóps      
        sjóðanna um erlendar fjárfestingar.