Í dag birtist í Stjórnartíðindum reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar 2017. Veiðitímabil er lengt tl samræmis við fjölgun daga úr 32 í 44 sem veiðileyfi hvers báts gildir.
Samkvæmt reglugerðinni verður 12. júní síðasti veiðidagur á svæðum D, E, F og G. Á svæðum A, B og C, 24. júní og í innanverðum Breiðafirði lýkur veiðum 12. ágúst.