Það sem af er maí, 1. – 28., er meðalverð á óslægðum þorski seldum á fiskmörkuðum 9% hærra en það var á sama tímabili í fyrra. Síðustu 7 daga hefur þróun verðs verið með miklum ágætum eins og sjá má á þessu skjáskoti af síðu Reiknistofu fiskmarkaða.
Sjómenn fagna þessari þróun og vona að hún verði viðvarandi.
Hækkunin er í nokkuð í takt við þróun gjaldmiðla í okkar helstu viðskiptalöndum. Mesta styrkingin er á evrunni, sem skilaði 113 krónum að meðaltali í maí í fyrra en nú fást 122 krónur fyrir hverja evru.
Taflan sýnir meðaltalskaupgengi:
1.5. – 28.5: |
2018 |
2017 |
BREYTING |
EUR |
122,46 |
113,81 |
7,07% |
GBP |
139,55 |
133,63 |
4,23% |
USD |
103,40 |
103,29 |
0,11% |