Á Morgunvaktinni ræddi Óðinn Jónsson fréttamaður við Örn Pálsson um veiðigjöld og stöðu smábátaútgerðarinnar. Í viðtalinu gagnrýndi Örn hversu seint frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjald hefði komið fram á Alþingi. Hann sagði það orsök fyrir því að ekki hefði tekist að ná fram leiðréttingu á gjaldinu fyrir litlar og meðalstórar útgerðir.
Þingmenn í öllum flokkum tóku undir kröfu LS um leiðréttingu til lítilla og meðalstórra útgerða.
„Það stendur upp á yfirmann sjávarútvegsmála í þessu máli að hafa ekki komið með þetta frumvarp, hann hefur haft nægan tíma til þess og það er í raun og veru það sem ég vil gagnrýna mest í þessu máli að láta málið dankast svona.