Nærri þreföldun í útflutningi á ferskum þorski

Útflutningur á ferskum þorski hefur margfaldast frá fyrsta þriðjungi ársins 2016 til sama tíma þessa árs.  Farið úr 3.020 tonnum í 8.858 tonn.  
Útflutningsverðmæti á tímabilinu janúar – apríl sl. nam alls 9,74 milljörðum á móti 3,52 milljörðum á sama tíma 2016.  Segja má að þróunin hafi verið lóðrétt uppá við á tímabilinu, en á árinu 2017 voru tölurnar 7,4 milljarðar og 6.619 tonn.  
Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands