Í Morgunblaðinu í dag er birt viðtal við Örn Pálsson um grásleppuveiðar. Þar kemur m.a. fram að hann býst við að útflutningsverðmæti aukist lítillega milli ára verði um tveir milljarðar.
Um ástæður þess að nú séu færri á veiðum en í fyrra segir Örn:
„Í ár eru færri leyfi virk heldur en í fyrra og þó svo að verð hafi hækkað er það alls ekki nógu hátt. Í raun og veru eru þetta skýr skilaboð til kaupenda um að frekari verðhækkun verði að eiga sér stað á grásleppunni,