Á morgun 3. júlí boðar Landssamband smábátaeigenda til upplýsingafundar um grásleppumál. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu Stykkishólmi og hefst kl 20:00.
Frummælandi er Axel Helgason formaður LS.
Undanfarið hefur ýmislegt gengið á varðandi grásleppuna og margt bendir til að Breiðafjörðurinn sé það veiðisvæði sem helst muni eiga undir högg að sækja vegna meðafla fugla og sela.
Fundinum er ætlað að upplýsa þá sem hagsmuni hafa að gæta um alvarlega stöðu þessa máls og ræða hvaða frumkvæði grásleppusjómenn gætu haft til að forðast að gripið verði til aðgerða sem skerða möguleika á að stunda grásleppuveiðar í Breiðafirði.
LS bendir á að mikið er í húfi, ekki síst þegar umræðan er komin á það stig að loka verði fyrir grásleppuveiðar á mikilvægum svæðum á innanverðum Breiðafirði.
Grásleppusjómenn og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.