Þúsund tonn af makríl

37 smábátar hafa hafið makrílveiðar.  Aflinn þegar þetta er ritað er kominn yfir þúsund tonn, 1.062 tonn þegar löndunartölur voru skoðaðar nú í morgun.  
Veiðisvæðin eru þau sömu og undanfarin ár, við Reykjanes, Snæfellsnes og í Steingrímsfirði. 
  
Herja ST er aflahæst með 105 tonn.  Aflinn hefur fengist á Steingrímsfirði og verið landað á Hólmavík.  Mestu hefur verið landað í Keflavík 765 tonnum.
Screen Shot 2018-08-17 at 11.45.08.png
Að sögn sjómanna er makríllinn brellinn, stundum gýs upp veiði og bátarnir fylla sig á örskömmum tíma þess á milli sem menn verða ekki varir klukkutímunum saman.

Makríll á silfurfati copy.jpg
Lostæti