Myndavélafrumvarpið – allt of langt gengið

LS hefur sent frá sér umsögn um drög að frumvarpi til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi.  Þar er fjallað um vigtun, brottkast og ákvæði frumvarpsins um vöktunarkerfi myndavéla sem fylgist með atferli sjómanna um borð í öllum skipum og bátum sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands.
Um vigtun segir m.a. eftirfarandi:
„Það er skoðun LS að frumvarpið auki á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu.  LS leggur áherslu á að leyfi til endurvigtunar verði ekki veitt nema að uppfylltum ströngum skilyrðum.  Vakni grunur um misferli hjá þeim skal undanþágan tafarlaust afturkölluð.
Myndavélar um borð – óraunhæf krafa
„Í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknu eftirliti á sjó, sem byggt verður á rafrænu vöktunarkerfi myndavéla sem fylgist með atferli sjómanna um borð í öllum skipum og bátum sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands.  Vegna smæðar skipa og búnaðar er það skoðun LS að slík krafa sé óraunhæf.  LS lýsir af þeim sökum eindreginni andstöðu við slíkan búnað í bátum félagsmanna.  Með tillögunni er alltof langt gengið í eftirliti hins opinbera og ekki á nokkurn hátt hægt að samþykkja upptökur af þessu tagi.
 
logo_LSxxxx á vef 2.jpg