Í gær áttu forsvarsmenn LS fund með Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Línuívilnun var eitt þeirra málefna sem LS ræddi við ráðherra. Lýst var vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða þannig að öllum dagróðrabátum minni en 30 brt. væri tryggð línuívilnun óháð því hvernig beitt væri.
LS mótmælti ákvörðun ráðherra að minnka afla til línuívilnunar um 809 tonn, þar af 730 tonn samanlagt í þorski og ýsu.
Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um línuívilnun undir eftirfarandi fyrirsögn:
Í greininni er farið yfir línuívilnun og greint frá því hver þróunin hefur verið á undanförnum árum. Þar kemur m.a. fram að afli til ívilnunar hefur farið minnkandi á undanförnum árum á 9 af þeim 10 stöðum þar sem hún er mest nýtt. Aðeins á Rifi hafi hún aukist.
Sjá greinina í heild: Færri handbeita.pdf
LS hefur fylgst með þessari þróun og telur af þeim sökum að fátt sé því nú til fyrirstöðu að áralöng krafa félagsins um ívilnun á alla dagróðrabáta nái fram að ganga. Því sé það áhyggjuefni að ráðherra hafi ákveðið að minnka viðmiðun til línuívilnunar í stað þess að hækka prósentu og gefa fleirum kost á að nýta hana.
Úr grein Morgunblaðsins: