Starfshópur sem sjávarútvegsráðherra skipað sl. vor hefur lokið störfum. Niðurstaða hópsins „Greinargerð starfshóps um veiðistjórnun hrognkelsaveiða hefur verið skilað til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Það var þann 13. mars sl. sem ráðherra tilkynnti að hann hefði ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða, bæði hvað varðar stjórnun veiðanna og ein eins mögulegar aðgerðir til að draga úr meðafla með hrognkelsaveiðum. Í tilkynningu ráðuneytisins kom einnig fram að þeirri vinnu ætti að ljúka í tíma til að veiðistjórn á næsta tímabili, þ.e. 2019 gæti byggst á niðurstöðum hennar.
Greint var frá ákvörðun ráðherra á heimasíðu LS og birt frétt af starfi nefndarinnar þann 9. júlí sl.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt til samráðs – Veiðistjórnun hrognkelsa. Samráðið stendur yfir til 11. október 2018 og hægt er að senda inn umsagnir á samráðsgátt.
Rétt er að vekja athygli á því að umsagnir hagsmunaaðila birtast opinberlega í þessu máli strax og þær berast.